UMBÚÐIR FYRIR MATVÆLI

Aros ehf. sérhæfir sig í innflutningi á margskonar umbúðum fyrir matvælaiðnaðinn og smásölu.   Við erum með úrval erlendra birgja sem sérhæfa sig í framleiðslu á fjölbreyttum einnota matvælaumbúðum sem uppfylla ströngustu gæðastaðla og kröfur.

Við leggjum áherslu á vörur sem eru úr umhverfisvænum og niðurbrjótanlegum efnum.

Við bjóðum úrval lausna sem henta þörfum hvers og eins, hvort sem er fyrir bakarí, smásölu, veitingarekstur eða matvælaframleiðslu. Allar umbúðir er hægt að fá með áprentun og þeim merkingum sem óskað er eftir og í þeim stærðum sem þörf er á. Sem dæmi má nefna:

 • kaffimál

 • pappamál fyrir kalda og heita drykki

 • plastbakkar í ýmsum stærðum og formum

 • bréfpokar

 • pizzaöskjur

 • salatbakkar

 • álbréf

 • plastrúllur fyrir grænmeti

 • einnota hnífapör og skeiðar

 • búst glös með loki

 • ísbox

 • Kökubakkar með loki

   

Ofantalið er eingöngu brot af því vöruúrvali sem Aros ehf. býður, endilega hafðu samband og við skoðum hvaða lausnir henta þínu fyrirtæki.

SÉRPANTANIR

Þrátt fyrir sérhæfingu í umbúðum fyrir matvæli, þá bjóðum við einnig sérpantanir á öðrum vörum. Við erum með úrval birgja sem við eigum í góðu sambandi við. Endilega sendu okkur línu eða bjallaðu í okkur og við förum yfir málið með þér!