Aros ehf. byggir á áratuga reynslu af innflutningi á vörum frá Kína og fleiri löndum en við sérhæfum okkur í innflutningi á margskonar matvælaumbúðum fyrir veitingarekstur, matvælaiðnaðinn og smásölu. Einnig flytjum við inn textile vörur fyrir hótel-og veitingarekstur ofl.
Við bjóðum úrval ólíkra lausna í matvælaumbúðum auk þess að bjóða klæðskerasaumaðar lausnir eftir óskum viðskiptavina okkar á hagstæðu verði. Við vinnum í góðu samstarfi með viðskiptavinum okkar og leggjum metnað okkar í að finna lausnir sem hentar hverju sinni.
Við erum staðsett í Sundaborg 5, Reykjavík en erum einnig með skrifstofu í Shaoxing, Kína.